Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 11:30 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira