Ástarpungar í umbúðum frá kvenfélagskonum á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2020 20:04 Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar með prjónana sína en hún segist vera mjög stolt af sínum konum í félaginu, sem taka þátt í verkefninu á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur á Hvolsvelli slá ekki slöku við í heimsfaraldri því þær prjóna út í eitt því þær ætla sér að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira