Fótbolti

Markaregn hjá Glódísi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla í leik með Rosengård í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Glódís Perla í leik með Rosengård í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Chelsea Football Club/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård voru í miklu stuði gegn Guria Lanchkhuti frá Georgíu í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Rosengård vann fyrri leikinn í Georgíu 7-0 og var því í þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld. Mörkunum rigndi hins vegar í Svíþjóð og urðu lokatölur 10-0. Staðan í hálfleik var 5-0.

Varnarmaðurinn Glódís Perla komst ekki á blað en hún skoraði hins vegar allan leikinn í vörn sænska liðsins. Jelena Cavkovic gerði þrjú mörk og þær Sanne Troelsgaard og Anne Anvegaard gerðu tvö mörk hver. Johanna Kaneryd og Hanna Benisson gerðu sitt hvort markið.

Það verða því að minnsta kosti tvö íslensk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Lyon komust áfram í gær en Ingibjörg Sigurðardóttir og Vålerenga klára þeirra einvígi gegn Bröndby í febrúar vegna kórónuveirusmits.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×