Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 20:22 Fjöldi ásakana hefur komið fram þess efnis að Pornhub hýsi barnaníðsefni og myndbönd af kynferðisofbeldi. Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42