„Allir sem hafa lifað jafn lengi og ég eru á lífi af því að þeir hafa áður verið bólusettir,“ sagði leikarinn við tækifærið.
McKellen sagði um að ræða „sérstakan dag“ að fá hina „sársaukalausu“ og „hentugu“ bólusetningarsprautu.
Heilbrigðisstarfsmenn, íbúar dvalarheimila og eldra fólk er fremst í forgangsröðinni í Bretlandi þegar kemur að bólusetningum gegn Covid-19.
McKellen, og aðrir sem hafa fengið fyrsta skammt, fá annan eftir 21 dag.
I feel very lucky to have had the vaccine. I would have no hesitation in recommending it to anyone. https://t.co/gBLRR0OeJc
— Ian McKellen (@IanMcKellen) December 17, 2020