Stelpurnar hans Þóris með langflestar stoðsendingar á EM en fæstar sendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal fagnar einu marka Noregs á mótinu en Þórir Hergeirsson er að hugsa um næstu vörn. EPA-EFE/Bo Amstrup Það er óhætt að segja að norska kvennalandsliðið í handbolta spili markvissan handbolta á Evrópumótinu í Danmörku. Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna. Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti. Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins. The best of the best in Europe! © #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020 Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar. Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku. Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik. Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779). WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna. Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti. Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins. The best of the best in Europe! © #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020 Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar. Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku. Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik. Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779). WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira