Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2020 23:21 Facebook safnar staðsetningargögnum frá notendum snjalltækja sem gefið hafa fyrir því samþykki. Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Síðasta greining teymisins var birt á covid.hi.is á fimmtudag en þar er meðal annars horft til gagna frá Facebook um hreyfingu íbúa. Um er að ræða síðustu greiningu ársins en á nýju ári mun ný líkanagerð miða við mismunandi útfærslur á aðgerðum í takt við innleiðingu bóluefnis. Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar.Háskóli Íslands „Myndin sýnir hvernig dagleg hreyfing höfuðborgarbúa hefur verið samanborið við hreyfingu þeirra í síðastliðnum febrúar,“ segir um grafið fyrir ofan sem byggir á gögnum frá Facebook. „Það er greinilegt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí. Síðan aukast umsvif um sumarið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan september dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita uppá við í nóvember og síðan haldið áfram að vaxa í desember.“ Til að rekja hreyfingar fólks skiptir Facebook landsvæðum upp í 600x600 metra ramma og skoðar meðal annars hversu marga ramma fólk „heimsækir“ og hversu margir halda sig innan eins ramma. Hlutfall íbúa sem heldur sig innan ramma á höfuðborgarsvæðinu.Háskóli Íslands „Um það bil fjórðungur heldur sig innan ramma í fyrstu bylgju. Svo lækkar það hlutfall en hækkar aftur í þriðju bylgju. Undanfarið hefur þetta hlutfall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferðinni og dreifir sér meira. Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er,“ segir í greiningunni. Facebook - Gögn til góðs Umrædd gagnasöfnun Facebook er þáttur í átaki sem ber yfirskriftina Facebook Data for Good en síðustu mánuði hefur samskiptamiðillinn horft til þess að leggja sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld í baráttunni gegn Covid-19. Þar er aðallega verið að fylgjast með tveimur þáttum; Change in Movement, það er hvernig hreyfingar fólks milli ramma breytast frá einum tíma til annars, og Stay Put, þar sem horft er til þess hóps sem heldur sig innan eins 600x600 metra ramma á hverjum tíma. Þegar horft er til hreyfinga fólks, Change in Movement, er viðmiðið tímabil áður en stjórnvöld víðsvegar um heim gripu til takmarkana vegna útbreiðslu SARS-CoV-2. Nota gögn frá þeim sem gefið hafa samþykki Gögnin eru fengin frá notendum Facebook sem nota samskiptamiðilinn á snjalltækjum (e. mobile devices), sem hafa samþykkt að gefa upp staðsetningu sína. Samkvæmt bloggfærslu á heimasíðu Facebook Research frá 3. júní síðastliðnum er aðeins notast við gögn þar sem upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu einstaklings stóran hluta dags og þá er aðeins fylgst með svæðum þar sem gögn liggja fyrir frá 300 eða fleiri einstaklingum. Facebook segir gögnin gerð ópersónugreinanleg við úrvinnslu. Nánari upplýsingar um gagnasöfnun Facebook má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira