Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2020 11:45 Eitt húsanna sem varð fyrir skriðu í gær. Vísir/Egill Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47