Josep Bartomeu sagði upp sem forseti Barcelona í síðasta mánuði og því tók Carles við stjórnartaumunum. Næsti forseti verður svo kosinn 24. janúar.
Það gengur ekki allt eins og í sögu hjá Barcelona og í gær fengu þeir einungis eitt stig á heimavelli er spænski risinn gerði 2-2 jafntefli við Valencia á heimavelli.
Carles getur þó róað taugarnar hjá Ronald Koeman, stjóra liðsins, en mikil pressa hefur verið á Koeman að undanförnu.
„Ég mun ekki reka neinn. Alls ekki. Koeman er að gera það gott, hefur góða reynslu og treystir ungu leikmönnunum,“ sagi Tusquets í samtali við Football Espana.
„Koeman hefur minn stuðning og hann mun alltaf hafa þann stuðning. Ég borðaði með honum nýlega og mér fannst hann vera bjartsýnn.“
Barcelona mætir Valladolid á útivelli á þriðjudaginn áður en þeir fara í smá jólafrí.
[@gerardromero] | Carles Tusquets: I will not take anyone, at all. Besides, Koeman is doing well, he has a lot of criteria, he is committed to the youth academy and young people. He has absolutely all my support and he will always have it "
— BarçaTimes (@BarcaTimes) December 20, 2020

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.