„Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 07:30 María er stolt af pabba sem kemur heim til Noregs með gull. getty/andre weening/harriet lander María Þórisdóttir, leikmaður Chelsea á Englandi og norska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega í skýjunum eftir sigur norska kvennalandsliðsins á EM í handbolta í gær. Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira