Liðsfélagi Hjartar skrapp á klósettið á meðan dómararnir kíktu á VAR Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 13:01 Jesper Lindsröm skrapp á klósettið og náði aftur til baka áður en dómararnir höfðu náð að skoða VAR. Lars Ronbog/Getty Eftir að VARsjáin var tekinn í notkun í fótboltanum þá eru fleiri pásur í leiknum og leikmenn nýta sér þær til hins ítrasta. Það var að minnsta kosti raunin hjá Íslendingaliðinu Bröndby í danska boltanum í gær. Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020 Danski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjá meira
Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020
Danski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjá meira