Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 09:16 Mohamed Salah skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sem færðu Liverpool fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AP/Peter Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika. Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika.
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira