„Spilamennska Leeds er eins og ef einhver væri að rappa á latínu á FM 957“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2020 14:00 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United, niðurlútur á Old Trafford í gær. getty/Nick Potts Frammistaða Leeds United gegn Manchester United var til umræðu í Sportinu í dag. Strákarnir voru sammála um að leikstíll liðsins væri skemmtilegur þótt hann væri ekki alltaf árangursríkur. Leeds tapaði 6-2 fyrir Manchester United á Old Trafford í gríðarlega fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. United hefði getað skorað mun fleiri mörk í leiknum, og Leeds reyndar líka. Þrátt fyrir fjögurra marka tap fékk Leeds hrós fyrir spilamennskuna og djarft upplegg í leiknum í gær. „Þeir eru að spila algjöran sjálfsmorðsfótbolta en það er gaman að horfa á hann,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu varðandi leikstíl og upplegg Leeds. „Þetta er eins og ef einhver væri að rappa á latínu á FM 957. Þetta var stórfurðulegur leikur,“ sagði Kjartan Atli. Rikki velti því upp hvort Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, myndi breyta leikstíl liðsins að einhverju leyti en Kjartan Atli og Henry Birgir Gunnarsson sögðu engar líkur á því. „Ég held að hann sé búinn að gefa það út að það komi ekki til greina að breyta neinu,“ sagði Henry Birgir. „Hann er af gamla skólanum, þrjóskur og lætur þetta ganga.“ Leeds er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sautján stig, sjö stigum frá fallsæti. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Leeds tapaði 6-2 fyrir Manchester United á Old Trafford í gríðarlega fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. United hefði getað skorað mun fleiri mörk í leiknum, og Leeds reyndar líka. Þrátt fyrir fjögurra marka tap fékk Leeds hrós fyrir spilamennskuna og djarft upplegg í leiknum í gær. „Þeir eru að spila algjöran sjálfsmorðsfótbolta en það er gaman að horfa á hann,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu varðandi leikstíl og upplegg Leeds. „Þetta er eins og ef einhver væri að rappa á latínu á FM 957. Þetta var stórfurðulegur leikur,“ sagði Kjartan Atli. Rikki velti því upp hvort Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, myndi breyta leikstíl liðsins að einhverju leyti en Kjartan Atli og Henry Birgir Gunnarsson sögðu engar líkur á því. „Ég held að hann sé búinn að gefa það út að það komi ekki til greina að breyta neinu,“ sagði Henry Birgir. „Hann er af gamla skólanum, þrjóskur og lætur þetta ganga.“ Leeds er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sautján stig, sjö stigum frá fallsæti. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira