Ein af stjörnum norska liðsins grét eftir að gullið var í höfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 08:00 Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyfta hér EM-bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EPA-EFE/HENNING BAGGER Camilla Herrem hefur verið í öllum meistaraliðum Þóris Hergeirssonar og fór á kostum á Evrópumótinu í ár. Viðbrögð hennar í verðlaunaafhendingunni vöktu athygli. Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira