Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 11:22 Gísli var formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins þar til í síðustu viku. GAMMA Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. „Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins. GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
„Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins.
GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira