„Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er nú staddur á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54