Byrjað að steypa upp meðferðarkjarna Landspítala eftir áramót Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2020 19:21 Það mun taka þrjú ár að steypa upp tvo kjallara og sex hæðir ofan jarðar nýja meðferðakjarnans. Stöð 27Sigurjón Byrjað verður að steypa upp meðferðarkjarna nýja Landspítalans fljótlega upp úr áramótum. Þetta verður stærsta bygging nýja Landspítalans eða sjötíu þúsund fermetrar og fara um sextíu þúsund rúmmetrar af steypu í húsið. Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira