Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum okkar fylgjum við fjórum ráðherrum til Seyðisfjarðar sem voru slegnir yfir eyðileggingunni þar. Ráðherrarnir funduðu með heimafólki og heita fullum stuðningi við uppbygginguna sem er fram undan.

Heilbrigðisráðherra skrifaði undir þriðja samninginn um kaup á bóluefni í dag. Búið er að að hægt verði að bólusetja alla þjóðina og rúmlega það.

Við skoðum einnig útfærslu á fyrstu skipagöngunum í heiminum sem Norðmenn voru að ákveða að hefja byggingu á á næsta ári og segjum frá fimmtán ára stelpum sem voru að ljúka við að skrifa og myndskreyta jólabók saman en þær hafa samt aldrei hist.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×