Læknir hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart konu sem lést nokkrum klukkutímum eftir útskrift Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 21:06 Bráðamóttakan í Fossvogi Vísir/VIlhelm Niðurstaða rannsóknar embættis landlækni á andláti Eyglóar Svövu Kristjánsdóttur er sögð leiða í ljós að læknir á bráðamóttöku Landspítalans hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart henni þegar komið var með Eygló á bráðamóttökuna í mars. Hún lést nokkrum klukkutímum eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttökunni. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Kristján Ingólfsson, föður Eyglóar, auk þess sem að greint var frá niðurstöðu rannsóknar embættis landlæknis á andláti Eyglóar, sem var 42 ára. Í frétt RÚV kom fram að Eygló hafi leitað á bráðamóttökuna þann 26. mars síðastliðinn með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum tíma hafi læknir hins vegar tekið ákvörðun um að senda hana heim, en morguninn á eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Niðurstaða úttektar landlæknis er sögð vera á þá leið að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Eygló, sjúkrasaga hennar hafi ekki verið könnuð, auk þess sem að hvorki lífsmarkamæling né blóð- eða þvagprufa hafi verið tekin. Landlæknir er sagður meta það svo að mögulega hafi verið hægt að koma í veg fyrir ótímabært dauðsfall Eyglóar. Segir í frétt RÚV að landlæknir meti það svo að læknir sem hafi verið ábyrgur fyrir greiningu og meðferð hennar hafi vanrækt skyldur sínar að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir, svo sá möguleiki væri fyrir hendi að uppgötva mætti alvarlegt ástand hennar og hefja rétta meðferð. Faðir Eyglóar er ósáttur við Landspítalann og telur að Landspítalinn hafi notað sér heimsfaraldur kórónuveirunnar til þess að afsaka andlát dóttur hans, líkt og hann kemst að orði í viðtali við RÚV, en þar er meðal annars vísað í bréf spítalans til landlæknis vegna málsins þar sem fram kemur að erilsamt hafi verið á bráðamóttökunni vegna faraldursins. Lesa má umfjöllun RÚV hér. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Kristján Ingólfsson, föður Eyglóar, auk þess sem að greint var frá niðurstöðu rannsóknar embættis landlæknis á andláti Eyglóar, sem var 42 ára. Í frétt RÚV kom fram að Eygló hafi leitað á bráðamóttökuna þann 26. mars síðastliðinn með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum tíma hafi læknir hins vegar tekið ákvörðun um að senda hana heim, en morguninn á eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Niðurstaða úttektar landlæknis er sögð vera á þá leið að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Eygló, sjúkrasaga hennar hafi ekki verið könnuð, auk þess sem að hvorki lífsmarkamæling né blóð- eða þvagprufa hafi verið tekin. Landlæknir er sagður meta það svo að mögulega hafi verið hægt að koma í veg fyrir ótímabært dauðsfall Eyglóar. Segir í frétt RÚV að landlæknir meti það svo að læknir sem hafi verið ábyrgur fyrir greiningu og meðferð hennar hafi vanrækt skyldur sínar að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir, svo sá möguleiki væri fyrir hendi að uppgötva mætti alvarlegt ástand hennar og hefja rétta meðferð. Faðir Eyglóar er ósáttur við Landspítalann og telur að Landspítalinn hafi notað sér heimsfaraldur kórónuveirunnar til þess að afsaka andlát dóttur hans, líkt og hann kemst að orði í viðtali við RÚV, en þar er meðal annars vísað í bréf spítalans til landlæknis vegna málsins þar sem fram kemur að erilsamt hafi verið á bráðamóttökunni vegna faraldursins. Lesa má umfjöllun RÚV hér.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira