„Þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim og viðtökurnar hafa verið frábærar. Það hafa um 24.000 perlur farið í að perla jólakúlur, jólasveina, hreindýr, pakka, jólastafi og snjókorn . Vinkonurnar búa allar hlið við hlið, leika saman nánast upp á hvern dag og eru alltaf að perla og í desember var farið í jólaskrautið. Það var svo orðið svo mikið til af því að þeim datt í hug að selja til að geta perlað meira en þegar þær sáu svo og heyrðu fréttir af hörmungunum á Seyðisfirði og af því að sumir hafi misst húsin sín vildu þær styrkja fólkið á Seyðisfirði með ágóðanum af sölunni og úr varð að allur ágóði rennur óskiptur til Björgunarsveitarinnar Ísólfs,“ segir Íris Alma Össurardóttir, mamma einnar stelpunnar og bætir við;
„Þetta var alfarið þeirra hugmynd sem gerir þetta svo frábært. Í gærkvöldi var upphæðin komin í 130.000 krónur og verður spennandi að sjá hver lokaupphæðin verður á aðfangadag en söfnuninni lýkur í kvöld á miðnætti því allar perlurnar hjá stelpunum eru að klárast“.

Þeir sem vilja kaupa jólaskraut af stelpunum í formi perls eða styrkja þær með frjálsum framlögum geta gert það inn á eftirfarandi reikning.
0174 - 05 - 400622
131190-2559 (Silja Runólfsdóttir)
