Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2020 11:53 Frá afhendingu gjafabréfa sem mörg hver fara til þeirra sem minna mega sín. Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og sérnámslæknar í geðlækningum gáfu sín gjafabréf til heimilislausra í Reykjavík. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf Landspítalans til starfsmanna sinna í Skechers-búðinni. Þar kosta öll skópör meira en sjö þúsund krónur og fyrir vikið vakti jólagjöfin nokkra athygli. Sumir starfsmenn Landspítalans gagnrýndu jólagjöfina og fljótlega heyrðust raddir að starfsmenn ætluðu að gefa gjafir sínar áfram til þeirra sem minna mega sín. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem hefur starfað á Covid-deild Landspítalans, greindi frá því að læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, hefðu safnað jólagjöfunum saman og fært Mæðrastyrksnefnd. Inneignarnóturnar hefðu verið samanlagt áttatíu. Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum LSH saman og færðu mæðrastyrksnefnd. Samtals fóru...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Tuesday, December 22, 2020 Þá munu læknar á gjörgæslu hafa fært Hjálparstofnun Kirkjunnar gjafabréfin með það fyrir augum að þau yrðu gefin áfram, tvö saman, svo fólk gæti keypt sér skópar fyrir peninginn án þess að greiða með gjafabréfinu. Í gær færði svo hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sín gjafabréf. Fyrr í dag kom hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala færandi...Posted by Velferðarsvið Reykjavíkurborgar on Tuesday, December 22, 2020 „VoR-teymið sinnir aðstoð við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið mun í framhaldinu dreifa gjöfunum til gesta í neyðarskýlum og til íbúa sem búa í Húsnæði fyrst íbúðum.“ Starfsmenn Landspítala eru um sex þúsund. Jól Landspítalinn Hjálparstarf Tengdar fréttir Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og sérnámslæknar í geðlækningum gáfu sín gjafabréf til heimilislausra í Reykjavík. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf Landspítalans til starfsmanna sinna í Skechers-búðinni. Þar kosta öll skópör meira en sjö þúsund krónur og fyrir vikið vakti jólagjöfin nokkra athygli. Sumir starfsmenn Landspítalans gagnrýndu jólagjöfina og fljótlega heyrðust raddir að starfsmenn ætluðu að gefa gjafir sínar áfram til þeirra sem minna mega sín. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem hefur starfað á Covid-deild Landspítalans, greindi frá því að læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, hefðu safnað jólagjöfunum saman og fært Mæðrastyrksnefnd. Inneignarnóturnar hefðu verið samanlagt áttatíu. Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum LSH saman og færðu mæðrastyrksnefnd. Samtals fóru...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Tuesday, December 22, 2020 Þá munu læknar á gjörgæslu hafa fært Hjálparstofnun Kirkjunnar gjafabréfin með það fyrir augum að þau yrðu gefin áfram, tvö saman, svo fólk gæti keypt sér skópar fyrir peninginn án þess að greiða með gjafabréfinu. Í gær færði svo hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sín gjafabréf. Fyrr í dag kom hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala færandi...Posted by Velferðarsvið Reykjavíkurborgar on Tuesday, December 22, 2020 „VoR-teymið sinnir aðstoð við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið mun í framhaldinu dreifa gjöfunum til gesta í neyðarskýlum og til íbúa sem búa í Húsnæði fyrst íbúðum.“ Starfsmenn Landspítala eru um sex þúsund.
Jól Landspítalinn Hjálparstarf Tengdar fréttir Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02
Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00