Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna á Seyðisfirði þar sem um hundrað íbúar neyðast til að vera annars staðar en heima hjá sér um jólin vegna þess að horfur eru á hlýnandi veðri eystra. Hreinsunarstarf hófst í bænum í dag.

Við tökum stöðuna í kórónuveirufaraldrinum hér á landi og segjum frá því að enn eitt nýtt afbrigði veirunnar hefur skotið upp kollinum á Bretlandi, að þessu sinni ættað frá Suður Afríku. Við kíkjum á skötustemminguna - en við hittum líka rúmlega hundrað ára konu sem fann ekki fyrir því að smitast af veirunni, kannast ekkert við eftirköst og dundar sér við ljóðaskrif. 

Samhjálp fagnar því að opna eigi sérstaka hjúkrunardeild fyrir heimilislausa sem fari fjölgandi á höfuborgarsvæðinu. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×