Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. desember 2020 19:57 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi. Verslun Jól Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi.
Verslun Jól Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira