Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. desember 2020 19:57 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi. Verslun Jól Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi.
Verslun Jól Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira