Að sögn Sky var þessi 30 ára gamli leikmaður nálægt því að aka á röngum vegahelmingi.
Rose var á láni hjá Newcastle United á síðustu leiktíð en hefur ekkert leikið með Tottenham á þessari leiktíð. Hann er ekki með treyjunúmer hjá liðinu og ekki hluti af 25 manna leikmannahópi Spurs. Það má því búast við að hann reyni að komast frá félaginu í janúar.