Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 13:01 Formenn stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17