Löðrungur framan í almenning Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 18:24 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. „Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17
Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01