Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Birgir Olgeirsson skrifar 26. desember 2020 13:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50