Alls hafði blaðið samband við 192 leikmenn deildarinnar og bað þá um þeirra álit á besta leikmanni deildarinnar. Var leikmönnum skipt upp í tvo flokka, útispilara og markverði. Þar var Ólafur Andrés í 3. sæti með alls fjórtán prósent atkvæða.
Gamla kempan Kim Andersen, leikmaður Ystads IF, var valinn besti leimaður deildarinnar.Þar á eftir kom Eric Johansson, leikmaður Guif. Ólafur Andrés var kom þar á eftir og ljóst að um mikla viðurkenningu er að ræða.
Hinn þrítugi Ólafur Andrés hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015 við góðan orðstír. Raunar gekk hann í raðir félagsins 2012 en færði sig til Hannover-Burgdorf í Þýskalandi fyrir tímabilið 2014-2015 en sneri aftur ári síðar og hefur verið í herbúðum sænska félagsins síðan.
Espen Christensen, markvörður Kristianstad, var kosinn besti markvörður deildarinnar.