Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 14:44 Ingibjörg Þórðardóttir er ritari Vinstri grænna. Vinstri græn Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. Þetta segir Ingibjörg í samtali við Vísi, en hún hafði áður lýst þessari skoðun sinni við stöðuuppfærslu Björgvins Vals Guðmundssonar á Facebook. Þar sagði hún Vinstri græna ekki bera ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum og „skömmin ætti að vera þar sem hún ætti heima“. Aðspurð segir Ingibjörg ummælin endurspegla sína persónulegu skoðun þótt hún hafi ekki viðrað þessa skoðun innan flokksins sérstaklega. Henni þyki eðlilegt að ráðherra segi af sér, hann ætti að finna það hjá sjálfum sér. „Ég er ekkert endilega á þeirri skoðun að ef hann gerir það ekki, og honum finnst hann ekki eiga að gera það, að það eigi að kosta stjórnarslit. Mér fyndist bara siðferðilega rétt af honum að segja af sér.“ Finnur fyrir óánægju víða „Ég hef fundið það að fólk er óánægt með það að ráðherra í ríkisstjórn sem VG leiðir hafi brugðist. Ég held að það sé ekki einhver VG-skoðun, ég held að það sé skoðun landsmanna almennt,“ segir Ingibjörg um viðbrögð annarra flokksmanna. Hún hafi þó alla tíð verið mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og meðal annars lýst því yfir á flokksráðsfundi þar sem ákvörðun var tekin um samstarfið. Hún sé enn þeirrar skoðunar að samstarfið sé af hinu góða, ríkisstjórnin hafi staðið sig frábærlega og gert frábæra hluti til þessa. „Á þessum tíma held ég að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, en Bjarni Ben brást og traustið hefur skaðast.“ Þá hafi ráðamenn í öðrum löndum sagt af sér vegna svipaðra mála án þess að þess sé sérstaklega krafist. „Það er ekki þannig að aðrir flokkar séu að fara fram á það, menn segja bara af sér.“ Bjarni Benediktsson var staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, en lögregla leysti það upp vegna sóttvarnabrota. Vísir/Sigurjón Umræðan óréttlát í garð Vinstri grænna Ingibjörg segir ósanngjarnt hvernig Vinstri græn eru látin bera ábyrgð á atvikinu og umræðan snúist að mestu um viðbrögð flokksins. Sú athygli sem viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk hafi verið meiri en tilefni var til. „Mér finnst mjög óréttlát þessi umræða um það að Bjarni Ben hafi verið í einhverjum sal með 40-50 manns sé á ábyrgð VG. Hvernig Katrín Jakobsdóttir hefur verið úthrópuð fyrir það að Bjarni Ben hafi brugðist finnst mér mjög ósanngjörn umræða.“ Hún telur ólíklegt að það væri skynsamlegt á þessum tímapunkti að sprengja ríkisstjórnina og boða til kosninga. Það sé hennar mat að sú skoðun muni ekki endilega skaða flokkinn í næstu kosningum. „Ég er ekki viss um það að þessi ákvörðun, að Katrín krefjist þess ekki að Bjarni segi af sér, að það muni skaða VG í næstu kosningum. Ég held jafnvel að ef hún myndi gera það og ríkisstjórnin myndi springa og við værum að fara í kosningar í janúar, í því ástandi sem við erum núna – ég held það væri ekki góður kostur,“ segir Ingibjörg. „En mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar og sagt af sér og það myndi einhver annar fjármálaráðherra taka við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Vinstri græn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta segir Ingibjörg í samtali við Vísi, en hún hafði áður lýst þessari skoðun sinni við stöðuuppfærslu Björgvins Vals Guðmundssonar á Facebook. Þar sagði hún Vinstri græna ekki bera ábyrgð á Sjálfstæðisflokknum og „skömmin ætti að vera þar sem hún ætti heima“. Aðspurð segir Ingibjörg ummælin endurspegla sína persónulegu skoðun þótt hún hafi ekki viðrað þessa skoðun innan flokksins sérstaklega. Henni þyki eðlilegt að ráðherra segi af sér, hann ætti að finna það hjá sjálfum sér. „Ég er ekkert endilega á þeirri skoðun að ef hann gerir það ekki, og honum finnst hann ekki eiga að gera það, að það eigi að kosta stjórnarslit. Mér fyndist bara siðferðilega rétt af honum að segja af sér.“ Finnur fyrir óánægju víða „Ég hef fundið það að fólk er óánægt með það að ráðherra í ríkisstjórn sem VG leiðir hafi brugðist. Ég held að það sé ekki einhver VG-skoðun, ég held að það sé skoðun landsmanna almennt,“ segir Ingibjörg um viðbrögð annarra flokksmanna. Hún hafi þó alla tíð verið mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og meðal annars lýst því yfir á flokksráðsfundi þar sem ákvörðun var tekin um samstarfið. Hún sé enn þeirrar skoðunar að samstarfið sé af hinu góða, ríkisstjórnin hafi staðið sig frábærlega og gert frábæra hluti til þessa. „Á þessum tíma held ég að það hafi verið það eina rétta í stöðunni að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, en Bjarni Ben brást og traustið hefur skaðast.“ Þá hafi ráðamenn í öðrum löndum sagt af sér vegna svipaðra mála án þess að þess sé sérstaklega krafist. „Það er ekki þannig að aðrir flokkar séu að fara fram á það, menn segja bara af sér.“ Bjarni Benediktsson var staddur í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, en lögregla leysti það upp vegna sóttvarnabrota. Vísir/Sigurjón Umræðan óréttlát í garð Vinstri grænna Ingibjörg segir ósanngjarnt hvernig Vinstri græn eru látin bera ábyrgð á atvikinu og umræðan snúist að mestu um viðbrögð flokksins. Sú athygli sem viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fékk hafi verið meiri en tilefni var til. „Mér finnst mjög óréttlát þessi umræða um það að Bjarni Ben hafi verið í einhverjum sal með 40-50 manns sé á ábyrgð VG. Hvernig Katrín Jakobsdóttir hefur verið úthrópuð fyrir það að Bjarni Ben hafi brugðist finnst mér mjög ósanngjörn umræða.“ Hún telur ólíklegt að það væri skynsamlegt á þessum tímapunkti að sprengja ríkisstjórnina og boða til kosninga. Það sé hennar mat að sú skoðun muni ekki endilega skaða flokkinn í næstu kosningum. „Ég er ekki viss um það að þessi ákvörðun, að Katrín krefjist þess ekki að Bjarni segi af sér, að það muni skaða VG í næstu kosningum. Ég held jafnvel að ef hún myndi gera það og ríkisstjórnin myndi springa og við værum að fara í kosningar í janúar, í því ástandi sem við erum núna – ég held það væri ekki góður kostur,“ segir Ingibjörg. „En mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar og sagt af sér og það myndi einhver annar fjármálaráðherra taka við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Vinstri græn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27. desember 2020 12:18
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Löðrungur framan í almenning „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. desember 2020 18:24