Messi segist dreyma um að spila í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Lionel Messi í síðasta leik Barcelona liðsins fyrir jólafrí. Getty/David S. Bustamante Lionel Messi er sannfærður um að hann hefði unnið málið gegn Barcelona en hann vildi ekki yfirgefa félagið á þann hátt. Hann gaf mjög opinskátt sjónvarpsviðtal í Argentínu í gær. Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira