Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 14:49 Ef rétt reynist verður hægt að bólusetja sex þúsund manns í stað fimm þúsund með bóluefninu sem kom í morgun. Vísir/Egill og Pfizer Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira