Ætla að sprauta fimmtíu manns á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 17:06 Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er spennt fyrir morgundeginum. Vísir/Egill Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert stress fyrir bólusetningunni á morgun. Aðeins tilhlökkun. Tíu til tólf þúsund skammtar komu til landsins í dag, í duftformi, sem verður blandað í fyrramálið á Suðurlandsbraut. „Við reiknum með að efnið komi hingað á suðurlandsbrautina fyrir klukkan átta í fyrramálið,“ segir Ragnheiður Helga. Þá verði mætt vösk sveit hjúkrunarfræðinga í hús til að blanda lyfið. Það verði gert við sérstakar aðstæður á Suðurlandsbrautinni og líklega tíu eða svo að blanda efnið yfir allan daginn. Stór hluti landsmanna hefur farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut á árinu. Nú mun fólk streyma þangað og víðar í bólusetningu.Vísir/Egill „Svo verður efnið keyrt út til hjúkunarheimilanna. Lögreglan mun aðstoða okkur við að keyra efnið út. Svo það verða passlegir skammtar sem fara út yfir daginn.“ Ragnheiður Helga segir að áherslan verði fyrst lögð á hjúkrunarheimilin. „Næstu tvo daga munum við skipta okkur niður á hjúkrunarheimilin, ná þeim öllum þessa tvo daga. Þetta eru 1600 skjólstæðingar svo þetta er mikil yfirferð yfir allt höfuðborgarsvæðið. Síðan munum við taka framvarðarveitina á heilsugæslunum og bólusetja hana hér á morgun.“ Húsakynnin á Suðurlandsbraut, þar sem margir hafa lagt leið sína í Covid-19 sýnatöku, verður einn af sjö stöðum sem til stendur að framkvæma bólusetningar. Þar hefur rauðum stólum, sem voru fengnir að láni frá Knattspyrnufélaginu Val, verið dreift um húsakynnin. Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig stólunum hefur verið stillt upp á Suðurlandsbraut. „Við munum taka fólk inn í slottum. Ætlum að prófa á morgun að taka fimmtíu manns inn á kortersfresti á morgun. Prófa það og tímamæla. Sjá hvernig þetta gengur. Þetta er mikið skipulag,“ segir Ragnheiður. En ekkert stress heldur mikil tilhlökkun. Hún hafi fundið fyrir því á fundi með fulltrúum hjúkrunarheimilanna í morgun. Vísir/Egill Seljahlíð í Breiðholti var valin sem fyrsti bólusetningarstaðurinn, af hjúkrunarheimilunum, vegna smæðar sinnar. Þorleifur Hauksson, 63 íbúi í Seljahlíð, fær fyrstu sprautuna á hjúkrunarheimili og segir að fyrir utan smá fjölmiðlafár verði þetta eins og hver önnur sprauta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
„Við reiknum með að efnið komi hingað á suðurlandsbrautina fyrir klukkan átta í fyrramálið,“ segir Ragnheiður Helga. Þá verði mætt vösk sveit hjúkrunarfræðinga í hús til að blanda lyfið. Það verði gert við sérstakar aðstæður á Suðurlandsbrautinni og líklega tíu eða svo að blanda efnið yfir allan daginn. Stór hluti landsmanna hefur farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut á árinu. Nú mun fólk streyma þangað og víðar í bólusetningu.Vísir/Egill „Svo verður efnið keyrt út til hjúkunarheimilanna. Lögreglan mun aðstoða okkur við að keyra efnið út. Svo það verða passlegir skammtar sem fara út yfir daginn.“ Ragnheiður Helga segir að áherslan verði fyrst lögð á hjúkrunarheimilin. „Næstu tvo daga munum við skipta okkur niður á hjúkrunarheimilin, ná þeim öllum þessa tvo daga. Þetta eru 1600 skjólstæðingar svo þetta er mikil yfirferð yfir allt höfuðborgarsvæðið. Síðan munum við taka framvarðarveitina á heilsugæslunum og bólusetja hana hér á morgun.“ Húsakynnin á Suðurlandsbraut, þar sem margir hafa lagt leið sína í Covid-19 sýnatöku, verður einn af sjö stöðum sem til stendur að framkvæma bólusetningar. Þar hefur rauðum stólum, sem voru fengnir að láni frá Knattspyrnufélaginu Val, verið dreift um húsakynnin. Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig stólunum hefur verið stillt upp á Suðurlandsbraut. „Við munum taka fólk inn í slottum. Ætlum að prófa á morgun að taka fimmtíu manns inn á kortersfresti á morgun. Prófa það og tímamæla. Sjá hvernig þetta gengur. Þetta er mikið skipulag,“ segir Ragnheiður. En ekkert stress heldur mikil tilhlökkun. Hún hafi fundið fyrir því á fundi með fulltrúum hjúkrunarheimilanna í morgun. Vísir/Egill Seljahlíð í Breiðholti var valin sem fyrsti bólusetningarstaðurinn, af hjúkrunarheimilunum, vegna smæðar sinnar. Þorleifur Hauksson, 63 íbúi í Seljahlíð, fær fyrstu sprautuna á hjúkrunarheimili og segir að fyrir utan smá fjölmiðlafár verði þetta eins og hver önnur sprauta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49
„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59
Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19