Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:14 Stólum frá Knattspyrnufélaginu Val hefur verið stillt upp í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, sem er einn af bólusetningarstöðunum sjö á morgun. Vísir/Egill Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37
Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49