Þar munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir fara yfir stöðu faraldursins hér á landi ásamt Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem ræðir fyrirkomulag bólusetninga.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og sömuleiðis í textalýsingu hér að neðan.
Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.