Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Stefán Árni Pálsson skrifar 29. desember 2020 15:29 Alfreð er ekki meistarabakari. Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, prófaði nýstárlega uppskrift á dögunum í jólaþætti BBQ kóngsins. Alfreð er ekki þekktur fyrir bakstur og klúðrar yfirleitt öllu sem hann bakar. Í þáttunum Jólagrill BBQ kóngsins ákvað hann að gera blauta súkkulaði köku á grillinu. En það heppnaðist ekki betur en svo að kakan brann og var allt annað en blaut í miðjunni. Kakan var sett á disk en leit alls ekki vel út á mynd og voru því góð ráð dýr og ekki nægur tími til þess að gera uppskriftina aftur. Alfreð náði þá í balsamik edik sem er einmitt svart og glansandi á litinn og blandaði saman við kökuna og stráði svo smá ediki yfir kökuna í endann. Eftir þessa björgun leit kakan furðu vel út á mynd en var gjörsamlega óæt fyrir vikið. Alfreð sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Klippa: Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Hér að neðan má síðan sjá atriðið sjálft úr þáttunum. Klippa: BBQ-kóngurinn: Blaut súkkulaðikaka á grillinu BBQ kóngurinn Uppskriftir Matur Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið
Alfreð er ekki þekktur fyrir bakstur og klúðrar yfirleitt öllu sem hann bakar. Í þáttunum Jólagrill BBQ kóngsins ákvað hann að gera blauta súkkulaði köku á grillinu. En það heppnaðist ekki betur en svo að kakan brann og var allt annað en blaut í miðjunni. Kakan var sett á disk en leit alls ekki vel út á mynd og voru því góð ráð dýr og ekki nægur tími til þess að gera uppskriftina aftur. Alfreð náði þá í balsamik edik sem er einmitt svart og glansandi á litinn og blandaði saman við kökuna og stráði svo smá ediki yfir kökuna í endann. Eftir þessa björgun leit kakan furðu vel út á mynd en var gjörsamlega óæt fyrir vikið. Alfreð sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Klippa: Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Hér að neðan má síðan sjá atriðið sjálft úr þáttunum. Klippa: BBQ-kóngurinn: Blaut súkkulaðikaka á grillinu
BBQ kóngurinn Uppskriftir Matur Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið