Varðskipið kom að flutningaskipinu í nótt og vel gekk að koma dráttarvír milli skipanna.
Samkvæmt færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook er áhöfnin á Lagarfossi örugg og ferðin gengur vel.
Þór var sendur af stað að sækja Lagarfoss þegar síðarnefnda varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga.
Eimskip hafði samband við Landhelgisgæsluna í fyrradag, þegar bilunar varð vart og þegar ljóst varð að viðgerð bar ekki árangur var áhöfn Þórs kölluð út.
Gott veður hefur verið á svæðinu og var áhöfn Lagarfoss aldrei talin í hættu.