Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 23:00 Harrold-feðgarnir sjást hér til hægri á mynd í sjónvarpsviðtali um málið. Skjáskot af konunni úr umræddu myndbandi sést til vinstri. Samsett Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira
Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira