Enska úrvalsdeildin er ekki með neitt plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:01 Það er komið upp mikið óvissuástand í ensku úrvalsdeildinni eftir metfjölda smita að undanförnu. Getty/ Sebastian Frej Enska úrvalsdeildin er með enga varaáætlun í hendi fari svo að það þurfti að flauta mótið af áður en tekst að spila alla leikina. Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn