Man. United með fleiri stig en Liverpool síðan Bruno kom Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:31 Manchester United gerði frábær kaup í Bruno Fernandes sem hefur komið með beinum hætti að 32 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2020. Getty/Matthew Ashton Bruno Fernandes hefur gjörbreytt liði Manchester United síðan að félagið keypti hann frá Sporting fyrir ellefu mánuðum síðan og það sýna líka tölurnar. Portúgalinn Bruno Fernandes var enn á ný örlagavaldurinn í gærkvöldi þegar Manchester United komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bruno lagði þá upp sigurmark Marcus Rashford sem kom á þriðju mínútu í uppbótatíma leiksins. Fernandes hefur þar með gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls komið að 32 mörkum í 29 leikjum með United liðinu. Bruno Fernandes for Manchester United in 2020:29 games18 goals14 assists pic.twitter.com/wRxKgHisbC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Það er ekkert skrýtið að spekingar séu farnir að bera áhrif Bruno Fernandes á liðið við þau áhrif sem Eric Cantona hafði á United þegar liðið endaði langa bið eftir Englandsmeistaratitlinum. United var búið að bíða í 26 ár þegar titilinn vannst loksins með hjálp Cantona árið 1993 en í vor verða liðin átta ár frá síðasta meistaratitli Manchetser United. Það er mjög athyglisvert að skoða tölur Bruno Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í samanburði við frammistöðu annarra leikmanna og liða síðan að Manchester United keypti hann 29. janúar síðastliðinn. Bruno Fernandes hefur komið með beinum hætti að fimm mörkum fleira en næsti maður á þessum tíma. Sá sem er í öðru sætinu er Liverpool framherjinn Mohamed Salah. Salah hefur skorað fleiri mörk en Burno er með tvöfalt fleiri stoðsendingar. Frammistaða Bruno er líka að hafa mikil áhrif á gengi Manchester United liðsins sem hefur fengið flest stig af öllum liðum deildarinnar síðan að Portúgalinn kom. Manchester United hefur náð í 62 stig í 29 leikjum síðan 1. febrúar 2020 eða einu stigi meira en Liverpool liðið og sex stigum meira en nágrannar þeirra í Manchester City. Topplistana tvo má sjá hér fyrir neðan. Bruno Fernandes has been directly involved in more Premier League goals than any other player since his debut.Man Utd have won more points than any other club since Bruno Fernandes debut.The greatest debut year in the competition's history? pic.twitter.com/sDGzQ0T1Vg— William Hill (@WilliamHill) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes var enn á ný örlagavaldurinn í gærkvöldi þegar Manchester United komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bruno lagði þá upp sigurmark Marcus Rashford sem kom á þriðju mínútu í uppbótatíma leiksins. Fernandes hefur þar með gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls komið að 32 mörkum í 29 leikjum með United liðinu. Bruno Fernandes for Manchester United in 2020:29 games18 goals14 assists pic.twitter.com/wRxKgHisbC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Það er ekkert skrýtið að spekingar séu farnir að bera áhrif Bruno Fernandes á liðið við þau áhrif sem Eric Cantona hafði á United þegar liðið endaði langa bið eftir Englandsmeistaratitlinum. United var búið að bíða í 26 ár þegar titilinn vannst loksins með hjálp Cantona árið 1993 en í vor verða liðin átta ár frá síðasta meistaratitli Manchetser United. Það er mjög athyglisvert að skoða tölur Bruno Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í samanburði við frammistöðu annarra leikmanna og liða síðan að Manchester United keypti hann 29. janúar síðastliðinn. Bruno Fernandes hefur komið með beinum hætti að fimm mörkum fleira en næsti maður á þessum tíma. Sá sem er í öðru sætinu er Liverpool framherjinn Mohamed Salah. Salah hefur skorað fleiri mörk en Burno er með tvöfalt fleiri stoðsendingar. Frammistaða Bruno er líka að hafa mikil áhrif á gengi Manchester United liðsins sem hefur fengið flest stig af öllum liðum deildarinnar síðan að Portúgalinn kom. Manchester United hefur náð í 62 stig í 29 leikjum síðan 1. febrúar 2020 eða einu stigi meira en Liverpool liðið og sex stigum meira en nágrannar þeirra í Manchester City. Topplistana tvo má sjá hér fyrir neðan. Bruno Fernandes has been directly involved in more Premier League goals than any other player since his debut.Man Utd have won more points than any other club since Bruno Fernandes debut.The greatest debut year in the competition's history? pic.twitter.com/sDGzQ0T1Vg— William Hill (@WilliamHill) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira