Sáttafundur Össurar og Eiðs eftir misskilning í strætó Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 13:53 Össur Pétur og Eiður hittust yfir kaffibolla og ræddu málin í gærkvöldi. Guðmundur Heiðar Össur Pétur Valdimarsson vagnstjóri hjá Strætó og Eiður Welding, varaformaður CP-félagsins, áttu sáttafund í Mjódd í gærkvöldi eftir misskilning þeirra á milli í strætó um helgina. Málið rataði í fjölmiðla en hefur nú fengið farsæla lausn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó. Eiður, sem er með heilalömun (e. cerebral palsy), greindi frá því á Facebook-síðu sinni á sunnudag að hann hefði ætlað að taka strætó fyrr um kvöldið; gengið inn í vagninn, sýnt strætókort sitt og ætlað að setjast niður. Vagnstjórinn hefði þá sakað hann um að vera í annarlegu ástandi, tekið af honum strætókortið og „hent“ honum út úr vagninum. Fjallað var um færsluna á vef DV í fyrradag. Þar sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó að málið virtist á misskilningi byggt. Samkvæmt frásögn vagnstjórans og myndefnis úr vagninum hefði Eiður ekki verið sakaður um að vera í annarlegu ástandi. Þá hefði kort hans verið útrunnið, komið tvo mánuði fram yfir tímann. Eiður hefði á endanum yfirgefið vagninn sjálfur. Hörð viðbrögð eftir færslu Eiðs Guðmundur ítrekar svo á Facebook-síðu sinni í gær að málið hafi grundvallast á misskilningi. Eiður verði reglulega fyrir miklum fordómum vegna fötlunar sinnar og sé vanur því að ókunnugt fólk haldi að hann sé ölvaður. „Við nánari skoðun kom í ljós að málið byggðist á miklum misskilningi. Vagnstjórinn, Össur Pétur [Valdimarsson] hafði ekki sakað Eið um að vera í annarlegu ástandi. Össur stoppaði hann því að strætókortið var útrunnið. Össur gerði síðan sjálfur þau mistök að kippa veskinu hans Eiðs úr höndum hans sem varð til þess að honum þótti að sér vegið.“ Það hafa eflaust margir tekið eftir Strætó málinu sem birtist á dv.is í gær. Eiður Welding lýsti því í Facebook færslu...Posted by Guðmundur Heiðar Helgason on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá greinir Guðmundur frá því að færsla Eiðs hefði vakið hörð viðbrögð; bæði Össur og Eiður hefðu orðið fyrir aðkasti og einhverjir krafist brottrekstrar þess fyrrnefnda úr starfi. „Það þarf kjark til að stíga fram og viðurkenna mistök eins og Eiður gerði. Það er erfitt að skilja hvernig er að lifa með fötlun, en ég veit að hann Eiður stefnir langt og á framtíðina fyrir sér. Við munum hittast eftir áramót og hann ætlar að skipuleggja fötlunarfræðslu með starfsfólki Strætó. Aukin fræðsla er alltaf jákvæð og vonandi verður þetta byrjunin á góðri samvinnu,“ segir Guðmundur í færslu sinni. Með henni birtir hann mynd af Össuri og Eiði en þeir hittust yfir kaffibolla í Mjóddinni í gærkvöldi „og tóku einn hring á leið 11“. Myndina má sjá efst í fréttinni. Strætó Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér. 14. október 2019 17:45 Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. 29. september 2020 10:30 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Eiður, sem er með heilalömun (e. cerebral palsy), greindi frá því á Facebook-síðu sinni á sunnudag að hann hefði ætlað að taka strætó fyrr um kvöldið; gengið inn í vagninn, sýnt strætókort sitt og ætlað að setjast niður. Vagnstjórinn hefði þá sakað hann um að vera í annarlegu ástandi, tekið af honum strætókortið og „hent“ honum út úr vagninum. Fjallað var um færsluna á vef DV í fyrradag. Þar sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó að málið virtist á misskilningi byggt. Samkvæmt frásögn vagnstjórans og myndefnis úr vagninum hefði Eiður ekki verið sakaður um að vera í annarlegu ástandi. Þá hefði kort hans verið útrunnið, komið tvo mánuði fram yfir tímann. Eiður hefði á endanum yfirgefið vagninn sjálfur. Hörð viðbrögð eftir færslu Eiðs Guðmundur ítrekar svo á Facebook-síðu sinni í gær að málið hafi grundvallast á misskilningi. Eiður verði reglulega fyrir miklum fordómum vegna fötlunar sinnar og sé vanur því að ókunnugt fólk haldi að hann sé ölvaður. „Við nánari skoðun kom í ljós að málið byggðist á miklum misskilningi. Vagnstjórinn, Össur Pétur [Valdimarsson] hafði ekki sakað Eið um að vera í annarlegu ástandi. Össur stoppaði hann því að strætókortið var útrunnið. Össur gerði síðan sjálfur þau mistök að kippa veskinu hans Eiðs úr höndum hans sem varð til þess að honum þótti að sér vegið.“ Það hafa eflaust margir tekið eftir Strætó málinu sem birtist á dv.is í gær. Eiður Welding lýsti því í Facebook færslu...Posted by Guðmundur Heiðar Helgason on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá greinir Guðmundur frá því að færsla Eiðs hefði vakið hörð viðbrögð; bæði Össur og Eiður hefðu orðið fyrir aðkasti og einhverjir krafist brottrekstrar þess fyrrnefnda úr starfi. „Það þarf kjark til að stíga fram og viðurkenna mistök eins og Eiður gerði. Það er erfitt að skilja hvernig er að lifa með fötlun, en ég veit að hann Eiður stefnir langt og á framtíðina fyrir sér. Við munum hittast eftir áramót og hann ætlar að skipuleggja fötlunarfræðslu með starfsfólki Strætó. Aukin fræðsla er alltaf jákvæð og vonandi verður þetta byrjunin á góðri samvinnu,“ segir Guðmundur í færslu sinni. Með henni birtir hann mynd af Össuri og Eiði en þeir hittust yfir kaffibolla í Mjóddinni í gærkvöldi „og tóku einn hring á leið 11“. Myndina má sjá efst í fréttinni.
Strætó Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér. 14. október 2019 17:45 Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. 29. september 2020 10:30 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér. 14. október 2019 17:45
Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. 29. september 2020 10:30