Ticketmaster greiðir milljarð til að forðast ákærur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:20 Ticketmaster hefur oft verið umdeilt og átti meðal annars í útistöðum við rokksveitina Pearl Jam á tímabili. Bandaríska miðasölufyrirtækið Ticketmaster hefur samþykkt að greiða jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að hafa brotist inn í tölvukerfi keppinautar. Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira