Hafna því að hafa sakað Pétur Þór um kynferðislega áreitni á vinnustað Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 08:20 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11