Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 09:37 Frá Borgarnesi. Vísir/Egill Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira