Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:00 Gígja Birgisdóttir sem búsett er í Lúxemborg segir skrítið ástand þar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira