„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 12:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug.
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01
Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16
Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43