Eurovision aflýst Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:36 Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið. Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira