Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 20:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti virkjaði í dag neyðarlög sem heimila alríkisstjórn að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12