Stuðningsmenn Liverpool sagðir vera þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 11:30 Stuðningsmaður Liverpool lætur menn heyra það í leik Liverpool og Chelsea á Anfield. Getty/Simon Stacpoole Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14 Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14
Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira