Leikarinn Arnold Schwarzenegger er með skýr skilaboð til bandarísku þjóðarinnar í tengslum við kórónuveiruna á Twitter-síðu sinni.
Þar birtir hann myndband af sér í nuddpotti með vindil að njóta lífsins. Hann biðlar til fólks að vera heima hér sér og reyna hvað það getur að hitta ekki annað fólk á almannafæri.
Schwarzenegger segist hafa orðið var við það að fólk sé að hittast í stórum hópum og það hugnast honum ekki eins og sjá má hér að neðan en myndbandið hefur rækilega slegið í gegn á Twitter.
Stay. At. Home. That means you, too, spring breakers. pic.twitter.com/jUOgjLaOGN
— Arnold (@Schwarzenegger) March 18, 2020