Varúðarráðstafanir voru við höfnina í Vestmannaeyjum í nótt þegar togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kom að landi.
Að því er segir frá á tigull.is og eyjar.net voru tveir til þrír skipverjar orðnir veikir og var óskað eftir lækni um borð.
Miðlarnir hafa eftir lögreglu í Vestmannaeyjum að varúðarráðstafanirnir hafi verið gerðar vegna gruns um að veiku skipverjarnir væru smitaðir af kórónuveirunni.
Áður hefur verið tilkynnt að tíu manns í Vestmannaeyjum séu smitaðir af kórónuveirunni í Vestmannaeyjum. Vel á annað hundrað eru nú í sóttkví í bænum.